118 sagt upp í hópuppsögnum/þvi miður verður þetta sennilega verra á næsta ári!!!!

118 sagt upp í hópuppsögnum
Innlent | mbl.is | 2.12.2009 | 15:15

Mynd 516650 Vinnumálastofnun bárust þrjár hópuppsagnir í nóvembermánuði þar sem sagt var upp 118 manns. Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð og framleiðsluiðnaði og er ástæðan m.a.endurskipulagning vegna verkefnaskorts og rekstrarerfiðleikar.

Þessar hópuppsagnir koma til framkvæmda á tímabilinu janúar til mars 2010.

Alls hefur því 1606 manns verið sagt upp með hópuppsögnum það sem af er árinu 2009, að stærstum hluta í mannvirkjagerð (46%) og fjármálastarfsemi (19%).

Þær hópuppsagnir sem tilkynntar hafa verið á árinu 2009 hafa flestar komið til framkvæmda nú þegar, flestir sem hópuppsagnirnar náðu til misstu vinnuna í ágúst eða um 370 manns. Nálægt 180 manns misstu vinnuna í október, um 150 manns misstu vinnuna í nóvember, um 50 er áætlað að munu missa vinnuna í desember, um 113 manns í janúar 2010, um 39 í febrúar 2010 og um 26 manns í mars.///því miður verður þetta sennilega verra á  næsta ári,það er ekkert annað i stöðunni ,það er ekkert gert til að örva atvinnulífið og þessu ríkisstjórn vill okkur niður i skitin,um það erum við viss/Halli gamli


mbl.is 118 sagt upp í hópuppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

þetta er næstum hlægilegt allt saman, félagsmálaráðherra boðar hertar og skertar reglur um atvinnuleysisbætur sem miðast að þvi að taka á svindli í kerfinu, en svo er í raun málið að fólk er í alvöru að missa vinnuna, og ef ríkið vill spara þá væri í raun best að þeir kæmu framkvæmdum af stað.

en manni skilst að það meigi ekki þvi það þarf að panta inn i landið vörur i kringum framkvæmdirnar, og það skapar vöruskiptahalla, og það má ekki.  en ég legg til að þingmönnum verði fækkað um helming. og laun þeirra skorin niður um helming. þá úr 550 þús í 250 þús.  enda þvælast þeir bara fyrir hvor oðrum á alþingi 

GunniS, 2.12.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband