Íþróttir | mbl.is | 2.12.2009 | 15:28
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segist í yfirlýsingu á vefsíðu sinni hafa brugðist fjölskyldu sinni og iðrist synda sinna af öllu hjarta. Ég hef ekki haft í heiðri þau gildi sem ég hef reynt að virða og ekki hegðað mér eins og fjölskylda mín á skilið," segir Woods.
Bandarískir fjölmiðlar lesa út úr yfirlýsingunni að Woods sé að staðfesta orðróm um framhjáhald. Ég er alls ekki fullkominn," segir Woods í yfirlýsingunni og bætir við að hann takist nú á við hegðun sína bak við luktar dyr og í faðmi fjölskyldunnar.
Þótt ég sé þekktur einstaklingur og eigi mér feril sem atvinnuíþróttamaður hefur ágangur fjölmiðla komið mér í opna skjöldu. Síðustu vikuna hafa fjölskylda mín og ég verið hundelt í þeim tilgangi að afhjúpa upplýsingar um einkalíf okkar. Fréttir um líkamlegt ofbeldi í tengslum við bílslysið, sem ég lenti í, voru algerlega rangar og illgjarnar. Elin (Nordegren, eiginkona Woods) hefur alltaf stutt fjölskylduna og sýnt af sér meiri reisn en nokkur getur ætlast til.
En þótt forvitni um opinberar persónur geti orðið gríðarleg má ekki brjóta gegn þeirri mikilvægu grundvallarreglu, að allir eiga rétt á einkalífi. Ég geri mér grein fyrir því, að þessu eru ekki allir sammála. En í mínum huga verður að hafa í heiðri rétt allra til einkalífs. Það ætti ekki að þurfa að gefa út fréttatilkynningar og opinberar játningar til að útskýra mannlegan breiskleika og vandamál innan fjölskyldna.
Ég mun reyna að bæta mig og verða sá eiginmaður og faðir sem fjölskylda mín á skilið. Ég bið alla þá, sem hafa stutt mig gegnum árin, afsökunar af öllu hjarta," segir Woods einnig í yfirlýsingunni.
Fréttir af framhjáhaldi magnast
Woods hefur fram til þessa ekki tjáð sig með beinum hætti um sérkennilegt bílslys, sem hann lenti í utan við hús sitt á Flórída aðfaranótt föstudags. Hann hefur einnig neitað að ræða við lögreglu um málið. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum að hann hefði verið á flótta undan eiginkonu sinni eftir að hún krafðist skýringa á fréttum, sem birtust í slúðurblöðum um að Woods ætti í sambandi við Rachel Uchitel, sem starfar hjá næturklúbbi Í New York.
Uchitel hefur ítrekað vísað fréttum af sambandi hennar við Woods á bug, síðast í dag.
Tímaritið Us Weekly fullyrti í vikunni, að Woods hafi undanfarin þrjú ár átt í ástarsambandi við aðra konu, Jaimee Grubbs, og þau hafi m.a. skipst á eldheitum SMS boðum.
Tímaritið birti í dag á vef sínum hljóðupptöku, sem sögð er vera af samtali Woods við Grubbs. Þar biður hann hana um að breyta talhólfi farsíma síns svo hann geti falið ástarævintýri þeirra fyrir konu sinni.
Halló, þetta er Tiger. Ég þarf að biðja þig um stóran greiða. Viltu þurrka nafnið mitt út úr símanum þínum. Konan mín fór í gegnum símann minn og mun kannski hringja í þig," segir karlmaður í upptökunni. ////vonandi að fjölskyldan bara fyrigefi honum þetta ,er bara mannlegur segir goðið sem margir trúa á sem besta Golfara heimsins,og honum verði fyrrgefið og það geri allir sem unna þessari íþrótt og öðrum reyndar einnig,þetta er hans einkalíf og við verðum að fyrigefa ef hann lofar bót og betrun/Halli gamli
Tiger segist hafa brugðist fjölskyldu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 1046529
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.