7.12.2009 | 01:05
Icesave-póstar á Wikileaks/nú verður hver að sjá sem vill !!!!!!
Innlent | mbl.is | 6.12.2009 | 22:24
Tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, og Mark Flanagan, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í málefnum Íslands, frá því í apríl voru í kvöld birt á vefnum Wikileaks en þar er m.a. fjallað um Icesave-viðræðurnar við Breta og Hollendinga.
Samkvæmt gögnunum á Wikileaks sendi Indriði Flanagan póst 13. apríl og segir honum að ekki hafi fengist ákveðin svör frá Bretum og Hollendingum um þessa nálgun að öðru leyti en því, að þeir séu tilbúnir til að skoða þessa leið. Hins vegar votti fyrir þvingunartóni í athugasemdum þeirra um að þeir kunni að að nota væntanlega endurskoðun á áætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að knýja fram niðurstöðu sem sé þeim hagfelld.
Indriði segist vilja koma þessum upplýsingum á framfæri við Flanagan í þeirri von að hann kunni að geta haft áhrif á bresk og hollensk stjórnvöld og jafnframt að upplýsa hann um, að það sé ekki pólitískt mögulegt að ná samkomulagi um Icesave-skuldbindingarnar í samræmi við upphaflegar hugmyndir fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl og hugsanlega ekki í talsverðan tíma eftir það.
Flanagan svarar daginn eftir og segist vita að samningaviðræðurnar séu afar viðkvæmt mál á Íslandi og það muni taka tíma að ná niðurstöðu. Hins vegar skipti það máli fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og erfitt sé að þoka henni áfram fyrr en einhvert samkomulag liggi fyrir milli Íslands annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar. Sjóðurinn geti hins vegar ekki blandað sér í þær viðræður en muni að sjálfsögðu svara þeim spurningum, sem Bretar og Hollendingar kunni að beina til hans.
Datt Landsbankaaðferðin í hug 15. apríl
Í viðtali, sem birtist við Svavar Gestsson, sendiherra og formann viðræðunefndar Íslendinga í Icesave-málinu, í júní eftir að upphaflegt samkomulag hafði verið gert við Hollendinga og Breta, segir Svavar að ákveðin tímamót í viðræðunum hafi orðið 15. apríl þegar formenn samninganefndanna funduðu á heimili Svavars í Kaupmannahöfn.
Það var í raun úrslitafundur í málinu því þá datt okkur í hug þessi leið sem var farin, að ábyrgðarröðin yrði með þeim hætti að ríkið væri aftast, á eftir Landsbankanum og Tryggingasjóði innstæðueigenda, segir Svavar.
Umrædd leið snýst um, að Tryggingasjóður innstæðueigenda sé útgefandi skuldabréfs fyrir allri upphæð Icesave-skuldbindinganna, Landsbankinn beri ábyrgð á greiðslum sjóðsins og íslenska ríkið loks ábyrgð á greiðslum Landsbankans.
Gögn um Rússland
Einnig voru í kvöld birt á Wikileaks gögn um starfsemi þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar í Rússlandi fyrir og eftir síðustu aldamót og málaferli, sem þeir stóðu í við fyrrum viðskiptafélaga sína. ////þarf öllu meir skýringar á þessu en þetta,hefði ekki haldið það,þetta skirrir sig sjálft/Halli gamli
Icesave-póstar á Wikileaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.