Öll heimili greiða hærri skatta/ svona fer vinstri velferðarstjórn að !!!!!!

Öll heimili greiða hærri skatta
Innlent | mbl.is | 10.12.2009 | 14:20

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll "Öll heimili í landinu koma til með að greiða hærri skatta," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi um skattamál í Valhöll í dag. Hann sagði líka að skattahækkanirnar kæmu illa viðsamdrátt í efnahagslífinu og atvinnuleysi.

Bjarni sagði að það væri enginn ágreiningur milli Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar um að það yrði að takast á við fjárlagahallann og að það þyrfti að fara blandaða leið niðurskurðar og tekjuöflunar. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar ekki fara þá skattahækkunarleið sem ríkisstjórnin vildi fara.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið reikna út nokkur dæmi um áhrif tillagna stjórnvalda um skattahækkanir á fjölskyldur. Bjarni sagði að einstaklingur með 250 þúsund í mánaðartekjur þyrfti að greiða 60 þúsund króna meira í tekjuskatt á ári og 38 þúsund meira í neysluskatta. Í dæminu er reiknað með að maðurinn skuldi 10 milljónir í húsnæðislán og 1,9 milljónir í bílalán. Þessi lán koma til með að hækka um 214 þúsund á næsta ári vegna þess að áhrif skattahækkana á neysluverðsvísitölu eru þau, að verðlag hækkar um 1,8%.

Bjarni sagði að í tíð fyrri ríkisstjórnar hefðu verið sett í lög að persónufrádráttur ætti að hækka í samræmi við verðlag. Til viðbótar hefði ríkisstjórnin á síðasta ári samþykkt, sem innlegg í lausn á kjaradeilu á vinnumarkaði, að hækka persónufrádrátt um 7000 kr. í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn væri kominn til framkvæmda. Bjarni sagði að nú hefði ríkisstjórnin ákveðið að fella niður annan áfangann, en léti þriðja áfanga, 2000 kr hækkun, koma til framkvæmda á næsta ári. Síðan léti ríkisstjórnin eins og þetta væri hennar framlag, en minntist ekkert á að búið hefði verið að ákveða þessa hækkun með lögum. Þá hefði ríkisstjórnin ákveðið að fella úr gildi tengingu persónufrádráttar við verðlag.

Bjarni sagði að eitt helsta verkefni stjórnvalda á þessu ári hefði verið að takast á við skuldavanda heimilanna. Ríkisstjórnin hefði brugðist bæði seint og illa við þessum vanda. Nú væri hún hins vegar að hækka skuldir heimilanna með skattahækkunum, auk þess sem hún væri að skerða ráðstöfunartekjur þeirra.

Bjarni sagði áhrif skattahækkunar á atvinnulífið væri ekki síður alvarleg. Með hækkun skatta lækkuðu tekjur fyrirtækjanna. Þetta kæmi til með að ýta undir samdrátt í efnahagslífinu og stuðla að auknu atvinnuleysi./////þessu má ekki breyta hjá norrænu velferðastjorininni skattar á skatta ofan það er mottóið ,og verður að vera,það er málið alveg sama þó allt dragist saman vinna og tekjur af sköttum bara að hafa það svo að ,láta fyrirtæki og fólkið borga nóg ,sem hefur sínkt sig að það kemur mynna inn mikið!!!Auðvitað er maður ekki að verja það að hafa ekki meiri skatta á breiðu bökin það er lagi svo frami að það fari ekki úr böndum einnig/en þetta er alvarlegt mál og við ekki par sátt sem borgum ábeina skatt af öllu i hæðsta flokki á allar vörur og vinnu,að fá svo einnig skatta á lagmarkstekjur ,svona að maður getur ekki lifað af því/en þessi velferðastjórn veit hvað henni kemur,hún er nefnilega einota/Halli gamli


mbl.is Öll heimili greiða hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir ætli hafi komið þjóðinni í þessa stöðu? Ætli það sé VG, Samfyklingin eða Andrés Önd?

Þér og fjölmörgum öðrum dettur auðvitað ekki í hug að það geti verið vegna spillingar í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum?

Hvað ætli það þurfi að segja svona rugl oft til að þokkalega skynsamlegt fólk fái grænar bólur af lyginni?

Hins vegar er það auðvitað rétt að hærri skattar eru slæmir og skila engu.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 15:09

2 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Einkennilegur hugsunarháttur þetta.

Fyrir utan þetta augljósa (tuð um að vinstrimenn hækki skatta) þá missir Sjálfstæðismaðurinn meira að segja af frekar stóru atriði.

Bjarni Ben tekur fram að xD sé alveg sammála að það þurfi að mæti vandræðunum með niðurskurði og tekjuaukningu. Þegar hann segir "tekjuaukningu" hvað heldurðu að hann meini? Gullgröft? Galdra?

 Nei, einfaldlega auknar innheimtur. Það eru tveir hópar sem hægt er að taka frá. Fyrirtæki annarsvegar og einstaklingar hinsvegar.  Ef á að auka tekjur þá þarf að taka frá þessum hópum. Ef á ekki að taka meira af fyrirtækjum, þá þarf bara að innheimta enn meira af einstaklingum. Og öfugt.

Þetta er ekkert flókið dæmi. Síðustu ríkisstjórnir, bisness menn, og þjóðin öll hafa í sameiningu ætt út í bölvaða vitleysu og standa núna í svaðinu. Við þurfum að borga hundruði milljarða. Þá þarf að afla hundruða milljarða.

Bjarni notar orðalagið "leið niðurskurðar og tekjuöflunar" til að dulbúa setninguna "auka skattheimtu". Þetta er pólitískur feluleikur sem ég vonaði að enginn félli fyrir. Ég hafði greinilega rangt fyrir mér.

Það er kominn tími á að fólk hætti þessarri vitleysu og fari að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi við hrunið að þeirra leið var að reyna að fela skítinn, neita ábyrgð, síðan að skera niður og leggja til hækkun á sköttum. 

Núverandi stjórn er skárri að því leyti að hún hefur ekki áratuga skít að moka yfir og fela. Framkvæmdirnar eru samt ósköp keimlíkar sama hvaða flokkur á í hlut.  Síðan er það persónuleg skoðun mín að þessi orðhengilsháttur sem formaður og varaformaður xD stunda svo grimmt (tæknilegir orðaleikir til að firra sig ábyrgð) séu flokknum ekki til framdráttar.

Ari Kolbeinsson, 10.12.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Já miklir menn erum við Hrólfur minn "sagði kallin hér um árið þessi fortíða sem flestir tóku því miður þátta í er engum til sóma,hvorki vinstri eða hægri,þessu heimskreppa var ekki bara okkur að kenna ,þetta er ekki gott að ofrjálshyggjan taki völdin frekar en samdráttur og sósíalisti og kommúnistar,en milli vegurinn er bestur en vanfundin,hvað vill fólkið fá frítt og hvað borga fyrir,um það snýst málið ,en eins og fyrir okkur er komið nú ber ekki að taka meira af okkur en orðið er,nema breiðu bökunum ,þar erum við sammál,en þetta með fortíðna,það kennir mangara grasa bæði til hægri og vinstri, það verður bar að horfa fram en ekki aftur,það virðist engin læra af reynslunni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.12.2009 kl. 16:35

4 identicon

Þetta mál hér heima hefur lítið með heimskreppuna að gera. Þetta var botnlaus spilling hér heima

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1045798

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband