Hafið gæti hækkað um 2 metra/hræðsluáróður og ekkert annað, jú peningaplokk!!!!

Hafið gæti hækkað um 2 metra
Tækni & vísindi | mbl.is | 14.12.2009 | 7:37

Jonas Gahr Støre og Al Gore á fundi Heimskautaráðsins í... Heimskautaísinn bráðnar mun hraðar en til þessa hefur verið talið og yfirborð sjávar gæti hækkað um allt að 2 metra á þessari öld ef svo heldur sem fram horfir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, sem fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Noregs, hafa látið vinna.

Þeir Gore og Støre fengu hugmyndina að því að gera þessa skýrslu þegar þeir hittust á fundi Norðurskautsráðsins í Tromsö í Noregi fyrr á þessu ári. Þeir munu kynna niðurstöðurnar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn.

Fram kemur í norska blaðinu Aftenposten, sem hefur lesið skýrsluna, að helstu niðurstöðurnar séu þessar: 

  • Ný ísmyndun nær ekki að vinna upp bráðnun á báðum pólsvæðunum, á Grænlandi, í Himalaíafjöllum og sama þróun er á jöklum um allan heim. 
  • Áhrif bráðnunarinnar eru bæði svæðisbundin en hafa einnig áhrif um allan heim og veldur víxlverkun sem eykur á hlýnun loftslagsins. Þannig hefur minni hafís á norðurskautinu þau áhrif, að varmaupptaka frá sólu eykst. Það leiðir til þess að túndran þynnist sem aftur hefur þau áhrif að gríðarlegt magn af gróðurhúsalofttegundunum metani og koldíoxíði losnar út í andrúmsloftið.
  • Stöðugt meira magn af sótögnum frá brennandi lífmassa, svo sem trjám og grasi í Austur-Asíu, berst með vindinum og fellur á ísinn. Þetta eykur á bráðnunina vegna þess að sótið dregur í sig varma frá sólinni. 

 

Jonas Gahr Støre segir við Aftenposten, að þessar niðurstöður séu alvarlegar en ljóst sé, að bráðnun íss á landi og við sjóinn sé svo mikil að hættan á að yfirborð sjávar hækki umtalsvert hafi aukist mjög á síðustu árum.

Hann segir að spá loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um að yfirborð hafsins gæti hækkað um 1 metra á öldinni hafi þótt öfgakennd en sé það ekki lengur. „Það eru miklar líkur á að hafið hækki um 1,2 metra og jafnvel um 2 metra á þessari öld," segir utanríkisráðherrann.

Að sögn Aftenposten hefur norska heimskautastofnunin ásamt vísindamönnum um allan heim safnað saman upplýsingum og lagt á þær mat fyrir skýrsluna. Gahr Støre segir, að í raun hafi niðurstöðurnar ekki komið á óvart. Hann segir að Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, muni afhenda framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna skýrsluna en sjálfur ætli hann að senda hana til utanríkisráðherra allra þeirra 192 landa, sem taka þátt í ráðstefnunni í Kaupmannahöfn.///þetta er eitt umdeildasta mál okkar daga ,og sennilega ekkert að marka þetta ,allavega mjög takmarkað,það er bóskstafelag gert úr á þetta og eru peningar ´það eins og viðar,einnig pólitík,maður hefur lesið svo margt um þetta að það hálfa væri nóg,og segir sitt hvor hvað,og allir vita þetta en engin getur neitt sannað,þetta er eins og með trúarbrögð,og við erum varnarlaus gagnvart þessu/Halli gamli


mbl.is Hafið gæti hækkað um 2 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður veit ekkert hvað maður á að taka mark á. Þessir kallar segja þetta en hinir segja hitt. Svo koma fræði menn þaðan og segja annað en kollegar þeirra hinumegin frá segja bara allt annað. Ég held að þetta sé allt spurning um að bíða og sjá, jú og vona hið besta.

spritti (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1045649

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband