Dýrt að kinda með rafmagni sem þarf mikið á köldum svæðum!!!!

Íbúar á köldum svæðum landsins þurfa að hafa um hálfri milljón króna hærri tekjur á ári en þeir sem búa á hitaveitusvæðum, til að hafa efni á því sem munar í raforkukostnaðinum. Rafmagnsverð er samsett úr mörgum þáttum, en í heild kostar kílóvattstundin á bilinu frá rúmlega þrettán og hálfri krónu upp í um 15 og hálfa. En, rafmagn til ljósa og tækja er aðeins hluti orkunnar sem heimilin þurfa. Stærsti hlutinn er til að hita húsin. Þar búa þeir vel sem hafa hitaveitu eins og á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, og reyndar á ýmsum fleiri heitum svæðum. Á höfuðborgarsvæðinu kostar orkan til heimilisins, rafmagn og hiti, um 215 þúsund krónur á ári eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrána. Nánast sami kostnaður er á Akureyri.   Á köldum svæðum þarf að hita með rafmagni, og miklu af því. Orkukostnaðurinn er ríflega tvöfaldur á við hitaveitusvæðin, fer hæst í 480 þúsund krónur á ári hjá Rarik í dreifbýli og er svipaður á Vestfjörðum í dreifbýli. Munurinn er yfir 260 þúsund krónur á ári og miðað við skatta og gjöld þarf því heimili á köldu svæði að afla ríflega hálfrar milljónar króna á ári í tekjur, til að hafa efni á mismuninum. Þetta er eftir að heimilin hafa fengið niðurgreiðslu frá ríkinu vegna hins háa kostnaðar. Niðurgreiðslan getur verið allt upp í ríflega 200 þúsund krónur á ári. Án niðurgreiðslunnar þyrftu íbúar köldu svæðanna að afla langt í einnar milljónar króna í tekjur á ári til þess að standa undir kostnaðarmuninum. //þetta er og varðu ekki hægt að gera til lengar að haf þetta svona dýrt,það setandu engin undir þessu/Halli gamli

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband