Samkomulag um framtíð Sólheima nauðsynlegt/ Hvað segir heilbryðisráðherra við þessu???

Samkomulag um framtíð Sólheima nauðsynlegt
Innlent | mbl | 4.11.2010 | 19:00

Sólheimar í Grímsnesi. Framkvæmdastjórn Sólheima í Grímsnesi ítrekar að brostinn grundvöllur sé fyrir starfi Sólheima, verði fyrirhugaðar breytingar á lögum um málefni fatlaðra samþykktar, nema því aðeins að ríkið tryggi þjónustu Sólheima til ársins 2014. Stjórnin segir nauðsynlegt að slíkt samkomulag liggi fyrir eigi síðar en 1. desember næstkomandi.
Að sama skapi er nauðsynlegt að slíkt samkomulag grundvallist á mati á kostnaði og þjónustuþörf fatlaðra íbúa Sólheima. Því miður hefur slíkt þjónustumat ekki verið framkvæmt  í átta ár, þó svo að lögbundið sé að það fari fram árlega," segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Sólheima.
 
Enn fremur segir að fullyrðingar ráðuneytisins, um að forsvarsmenn Sólheima hafi neitað að framlengja eða gera nýjan þjónustusamning við ráðuneytið, séu ekki réttar. „Með bréfi dagsettu 30. apríl 2008 bauðst framkvæmdastjórn Sólheima til að framlengja gildandi þjónustusamning við ráðuneytið. Erindi Sólheima var ekki svarað fyrr en eftir 13 mánuði en þá hafi ráðuneytið í millitíðinni einhliða staðið fyrir skerðingu á fjárframlögum til Sólheima á fjárlögum fyrir árið 2009. Voru Sólheimar eini þjónustuveitandi fatlaðra í búsetu og atvinnumálum sem þá þurfti að sæta skerðingu á fjárveitingum. Vegna þessa gjörnings sáu Sólheimar sig knúna til að stefna íslenska ríkinu," segir í yfirlýsingunni.

„Engu að síður áttu fulltrúar Sólheima í viðræðum við ráðuneytið um framlengingu eða nýjan þjónustusamning. Ráðuneytið sleit þeim viðræðum og tilkynnti að ekki yrðu frekari viðræður um þjónustusamning fyrr en að Ríkisendurskoðun hefði lokið úttekt á málaflokki fatlaðra. Ákvörðun ráðuneytisins var fyrirsláttur  þar sem úttektin náði ekki til starfssemi Sólheima, eins og sjá má í ný birtri skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Fulltrúar ráðuneytisins áttu viðræður við sveitarstjórnarmenn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á þeim fundi kom fram að fulltrúar ráðuneytisins töldu litlar líkur á að gerður yrði þjónustusamningur við Sólheima og sveitarfélagið yrði ekki skuldbundið til þess að gera slíkan samning um aldur og ævi. Þrátt fyrir að Sólheimar séu einn stærsti þjónustuveitandi fatlaðs fólks hefur ráðuneytið ekkert samstarf né samráð haft við framkvæmdastjórn eða fulltrúaráð Sólheima um fyrirhugaðar breytingar. Fullyrðingar um annað eru ekki réttar.
 
Framkvæmdastjórn Sólheima lýsir yfir fyllsta trausti á málflutningi framkvæmdastjóra Sólheima og krefst þess að félagsmálaráðherra fari að lögum og  bregðist málefnalega við samþykkt fulltrúaráðs Sólheima frá 26. október og erindi framkvæmdastjórnar til ráðherra frá 2. nóvember með hagsmuni fatlaðra íbúa  að leiðarljósi.“////Maður bara spyr hveð segir heilbrigðisráðherra við þessu ,sem kom fram i fréttum og sagði þetta allt misskilning,þetta er bara því miður að þessi ríkisstjórn ræðst  á  heilbrigðiskerfið og rústar því ,ef þetta alt genngur eftir sem fjarlögin segja,þetta hljóta að ver eftir leiðbeiningum frá AGS ekki spurning!!! en að er svona engum að treista þarna það að ber fyrir sig lyginni er orðið alltof algengt og þykir ekkert athugavert og bara sjalfsagt ,en þetta er bar svona því miður/Halli gamli
 


mbl.is Samkomulag um framtíð Sólheima nauðsynlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1045703

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband