Eiður: Frábært tækifæri fyrir mig/ þetta var góð lausnin á málum!!!!!

Eiður: Frábært tækifæri fyrir mig
Íþróttir | mbl.is | 1.2.2011 | 16:52

Eiður Smári Guðjohnsen í leik gegn Portúgal.Eiður Smári Guðjohnsen var formlega kynntur til sögunnar sem leikmaður Fulham í dag og honum var afhent treyja númer 22. Hann sagði í viðtali við vef félagsins að sér væri afar létt og hann væri hæstánægður með vistaskiptin frá Stoke.
Mér er virkilega létt og ég er ánægður með að þetta sé í höfn. Það var mikil óvissa í gangi á mánudag en ég er hæstánægður. Ég hlakka til að leika með Fulham seinni hluta tímabilsins og vonandi kem ég mínum ferli í gang á ný.

Ég er afar þakkláturfyrir þetta tækifæri, sem er frábært fyrir mig til að sýna hvað í mér býr. Ég ætla mér að nýta tímann hér út í ystu æsar, og svo sjáum við til hvað framtíðin býr í skauti sér," sagði Eiður.

„Staða mín hjá Stoke var satt best að segja ekki góð en nú fæ ég tækifæri til að sýna stjóranum hvað ég get, spila leiki og hjálpa Fulham að taka skref fram á við. Hvort ég legg upp mörk eða skora þau skiptir ekki máli svo framarlega sem liðið stefnir í rétta átt.

"Ég verð í hópnum sem fer í leikinn á miðvikudagskvöld gegn Newcastle en það yrði líklega fullsnemmt fyrir mig að fara beint í liðið. Ég naut fyrstu æfingarinnar í dag útí ystu æsar og vona bara að ég geti haft góð áhrif.

Að sjálfsögðu er hörð keppni um stöður í liði Fulham en ég mun gera mitt besta til að ná mínum sterkustu hliðum fram og hjálpa liðinu frá deginum í dag og til loka tímabilsins.

Ég tel að það búi mikið í þessu liði og staða þess í deildinni endurspegli það ekki alveg. Ég veit allt um þetta svæði og félagið, þannig að það var auðveld ákvörðun fyrir mig að ganga til liðs við Fulham," sagði Eiður Smári Guðjohnsen./////þetta virðist manni góð lausnin á málum,og að þessi ágæti knattspyrnumaður verði

komin aftur i leik og form ,sem hann á að geta, og er ennþá tilbúin til,en hann hefur verið dálitið millum tannanna á

fólki her á Íslandi ,og kannski ekki alltaf að ástæðulausu?? en samt eigum við að standa með okkar manni í blíðu og

stríðu ekki spurning og vona að hann komi þarna ferskur inn og fái að spila nóg, því tæknina hefur hann,og hún þarf

 æfingu sem hann mun nú fá,alls ekki afskrifa hann!!!/Halli gamli


mbl.is Eiður: Frábært tækifæri fyrir mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Karlanginn er gjörsamlega búinn sem knattspyrnumaður, og það mun sannast enn og aftur, að það þýðir ekkert að skipta um lið, hann verður ekkert betri við það.

aðdáandi (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 23:47

2 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Þetta var svo frábært að hann komst ekki í hóp. Snillingur.

Af hverju sættir hans sig ekki við eigin getu og fer deild neðar? Hugsar hann bara um aurinn og hefur hann engan áhuga á því að spila knattspyrnu?

 Sumir gera sér ekki grein fyrir því hversu mikil forrréttindi þetta eru. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 3.2.2011 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1045648

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband