Óttast að 200 séu fastir/Jarskjalfti á Nyja-Sjálandi í nótt !!!

Óttast að 200 séu fastir
Erlent | AFP | 22.2.2011 | 7:51

Konu bjargað úr húsarústum í Christchurch.Óttast er að allt að 200 manns séu fastir í rústum húsa, sem hrundu í jarðskjálftanum í Christchurch, næststærstu borg Nýja-Sjálands, í nótt. Að minnsta kosti 65 manns létu líifð í skjálftanum.

Bob Parker, borgarstjóri Christchurch, segir líklegt að 150 til 200 manns hafi grafist undir rústum húsa. Um 350 þúsund manns búa í borginni. 

Skjálftinn reið yfir klukkan 12:51 að nýsjálenskum tíma. Þá voru margir á gangi á götum borgarinnar í hádegishléi. John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði að þetta hefði verið mikið áfall og margir borgarbúar sætu yfirbugaðir á vegarbrúnum. Mikið tjón varð á húsum í miðborginni. Turninn hrundi meðal annars af dómkirkjunni og sex hæða bygging þar sem sjónvarpsstöð var til húsa, er rústir einar.  

 

  • Óttaslegnir íbúar í Christchurch.

    Óttaslegnir íbúar í Christchurch. Reuters

 

Fólki var bjargað með þyrlum af húsþökum og notaðir eru kranar til að fjarlægja hrunda húsveggi svo komast megi að fólki sem þar er grafið undir. 

Skjálftinn í morgun átti upptök sín um 5 km frá borginni á um 4 km dýpi. Tveir öflugir eftirskjálftar, 5,6 stig og 5,5 stig, riðu yfir um 2 stundum síðar. Búast má við fleiri eftirskjálftum.  

Í september varð jarðskjálfti sem mældist 7,1 stig nálægt borginni. Upptökin voru hins vegar um 40 km vestur af borginni og  og á meira dýpi. Talsverðar skemmdir urðu þá á mannvirkjum í miðborg Christchurch en engan sakaði.  

Að sögn sjónvarpsstöðva fundust lík í rústum farfuglaheimilis og bókaverslunar. Þá hafi ferðamaður látið lífið. Rafmagn fór víða af í borginni, farsímakerfi virkuðu ekki og miklar truflanir urðu á samgöngum en stórar rifur mynduðust víða á vegum./////þetta rosalegt að þetta skuli ske ,ekki neitt smá jarðskjálfti og það alvarelgt mjög og margir undir  rústum og einhverjir látnir allavega 65 er sagt ,þetta verður betur i fréttum i dag/Halli gamli


mbl.is Óttast að 200 séu fastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1045793

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband