Forstjóri Iceland Express hættur/það hlytur að koma skýring frá Express????

Forstjóri Iceland Express hættur
Innlent | mbl.is | 29.9.2011 | 21:59
Birgir Jónsson er hættur sem forstjóri Iceland Express.Birgir Jónsson, sem tók við starfi forstjóra Iceland Express fyrir 10 dögum hefur hætt störfum hjá félaginu. Í yfirlýsingu segir hann að ástæðan hafi verið sú að eigendur félagsins hafi ekki staðið við samkomulag sem hann gerði þegar hann tók við starfinu.

„Ég hef sagt starfi mínu lausu sem forstjóri Iceland Express eftir aðeins 10 daga í starfi.    Þegar til mín var leitað og ég beðinn um að taka þetta starf að mér setti ég mjög ströng skilyrði um hvernig samstarfi mínu við eigendur félagsins yrði háttað.    Ég vildi fá mikið frelsi til að endurskipuleggja reksturinn og ég setti fram hugmyndafræði og vel skilgreind atriði sem ég vildi fá að vinna að með sjálfstæðum hætti, en að sjálfsögðu í nánu og eðlilegu samstarfi við stjórn félagsins.  

Aðferðafræðin snérist aðallega um það að dagleg stýring á fyrirtækinu væri alfarið í mínum höndum og svo að ég fengi að hrinda ákveðnum breytingum í framkvæmd sem höfðu aukna þjónustu við farþega, áreiðanleika og lengri tíma arðsemi IEX að aðalmarkmiði. Ég myndi leggja ákveðnar tillögur fyrir stjórn og fá svo leyfi til framkvæmda samkvæmt þessari hugmyndafræði.  Þessi samstarfsmáti var vel skilgreindur með skriflegum hætti og samþykktur af eigendum og stjórn IEX og var í raun grundvöllur þess að ég þáði starfið.   Í stuttu máli var ljóst á fyrstu dögum mínum í starfi að þetta samkomulag héldi ekki.   

Ég hef gengið fram fyrir skjöldu í fjölmiðlum og lýst því yfir hvernig ég ætlaði að snúa fyrirtækinu til betri vegar en það hefur verið á undanfarin misseri.  Þegar maður hefur tengt sig persónulega við svo stórt mál er lykilatriði að maður sé trúr sinni sannfæringu og hætti um leið og maður fær ekki stuðning til að standa við stóru orðin.     Því ákvað ég að segja starfi mínu lausu og vonast að sjálfsögðu til að það komi ekki til með að skaða félagið á nokkurn hátt. Ég hef þegar látið af störfum.  

Ég hef fengið óteljandi skilaboð frá starfsmönnum félagsins á þessum stutta tíma og það er ljóst að í þeim býr mikill vilji og metnaður til að hjálpa Iceland Express til að vera vinnustaður sem þau geta áfram verið stolt af að starfa á.  Mér finnst sárast að bregðast öllu því góða fólki sem ég hlakkaði til að starfa með í krefjandi umhverfi.  

Ég óska fyrirtækinu, starfsfólki, stjórn og eigendum alls hins besta í þeirri baráttu sem stendur fyrir dyrum og vildi óska að ég hefði fengið að berjast með þeim eins og til stóð,“ segir í yfirlýsingu sem Birgir sendi frá sér. ///þetta kemur manni á óvart mjög!!! var að hæla félaginu fyrir að ráða þarna mann sem  vildi breytingar til góðs!! en hvað svo það hlýtur að koma skíring fra´Express ekki spurning ,ef þetta er rétta sem, Birgir segir er þetta  bara vont mál fyrir félagið mjög,en skýring hlýtur að vera til/Halli gamli


mbl.is Forstjóri Iceland Express hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Þetta er framhaldið af upphafinu að endalokunum.  Kannski geta einhverjir sem þarna starfa komið af stað vitrænum rekstri án Pálma þegar þetta hrynur.

Hvumpinn, 29.9.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1045761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband