12.6.2010 | 11:30
Fjármálafyrirtækjalög samþykkt/ganga bara ekki nógu langt,en skref i rétta átt!!!!
Innlent | mbl.is | 12.6.2010 | 11:04
Frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki var samþykkt á Alþingi rétt í þessu. Voru allar breytingatillögur minnihlutans felldar. Pétur H. Blöndal kallaði frumvarpið hænuskref í rétta átt.
Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, sagði í ræðu sinni við upphaf þingfundar fyrir skemmstu að engan veginn væri nógu langt gengið með frumvarpi til laga sem felur í sér hertar reglur fyrir fjármálafyrirtæki. Stærsti hluti umbóta í umhverfi fjármálafyrirtækja væru eftir. Hann gat þess þó að meirihlutinn hefði komið að nokkru til móts við tillögur minnihlutans og kvað Sjálfstæðismenn myndu greiða atkvæði með frumvarpinu. Hann varaði við að fólk teldi að nóg væri að gerð.
Var frumvarpið samþykkt með breytingartillögum meirihlutans með 49 samhljóða atkvæðum.
Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, kallaði frumvarpið eitt hænuskref í rétta átt. Stjórnin hefði enga framtíðarsýn fyrir fyrirtæki og banka, hún sæi hreinlega ekki út vikuna. Sagði hann að farið væri á mis við gullið tækifæri til að gera umbætur á þessu sviði. Hann sagðist þó myndu samþykkja frumvarpið.
Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, sagði hænuskrefin vera af hinu góða og með frumvarpinu væru nokkur slík tekin. Sagðist hún telja að aðgerðir stjórnarinnar hingað til hafi aðallega beinst að því að endurreisa það fjármálakerfi sem áður var hér á landi. Um þetta sagðist hún hafa efasemdir.
Magnús Orri Schram, Samfylkingu, kallaði frumvarpið gott og mikilvægt skref inn í framtíðina og Lilja Mósesdóttir, Vinstri Grænum, sagði að ekki væri gengið lengra vegna viðvarana OECD um að fara varlega í að aðskilja fjárfestingastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi.
Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki, kallaði frumvarpið bútasaum og kallaði eftir frekari breytingum á því en lýsti ánægju með þær breytingar sem á frumvarpinu hafa orðið í meðförum þingsins.//////þetta er stórt mal og viðarmikið og vonandi að þessu sé ekki lokið og staðið við að halda þarna áfram með þessi mal sem eru mál málana eftir þessa kreppu og Bankafall,það veitir sko ekki af að taka þetta i gegn og þ.að vel,það er svo margt þar eftir en samt er þetta skef i rétta átt en ekki nærri komið á það sem við viljum um bankastarfsemi/en það kemur ????/Halli gamli
Fjármálafyrirtækjalög samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.