Gat rifnaði á þotuþak á flugi/þetta er furðuleg uppákoma en fór vel!!!!

Gat rifnaði á þotuþak á flugi
Erlent | mbl.is | 2.4.2011 | 7:19

Hvellur hvað við er gat opnaðist á búk þotunnar.Meterslangt gat myndaðist á búk Boeing 737-þotu bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines skömmu eftir flugtak frá Phoenix í Arizonaríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmennirnir snarlækkuðu flugið og nauðlentu á herflugvelli svo engan sakaði um borð.

Um borð í þotunni voru 118 farþegar auk áhafnar. Þá sakaði ekki en ein flugfreyjanna slasaðist lítillega.

Flugvélin var á leið frá Phoenix til Sacramento í Kaliforníu er atvikið átti sér stað, um 40 mínútum eftir flugtak. Fór loftþrýstingur samstundis af farþegaklefanum og súrefnisgrímur féllu niður svo farþegar köfnuðu ekki af súrefnisskorti. 

Hvellur hvað við er þakið rifnaði. „Maður sá beran himininn,“ sagði kona sem var farþegi í þotunni við fréttastofuna AP.  Óljóst er hvað því olli en talsmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) segir að svo virðist sem um viðhaldsmál sé að ræða og ekki leiki grunur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða.

Um leið og rifan myndaðist fór loftþrýstingurinn af stjórn- og faregaklefanum. Flugmennirnir steyptu þotunni í  skyndingu í átt til jarðar vegna þrýstingstapsins og lentu þotunni heilu og höldnu skömmu síðar á flugvelli flugdeildar bandaríska flotans í Yuma-herstöðinni, um 300 km vestur af Phoenix.//////þetta er furðuleg uppákoma en fór vel,ekki vildi maður þurfa að upplifa þetta ,og er þetta eitthvað sem ekki geta gerst ,það hlýtur að varað viðhald svo hafur maður flogið um sem farþegi í bæði 753 og fleirum gerðum í miklum látum en aldrei vitað að svona gæti gerst,oft farið til Bandaríkjanna og lent i hristing allt uppi 2-3 tíma stanslaust en allt traust og ekkert skeð,þetta er svo að maður valla trúir þessu/það er eins  gott að viðhald sé i lagi/Halli gamli


mbl.is Gat rifnaði á þotuþak á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1045676

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband