17.10.2011 | 17:17
Hugsanlegur flóttabíll fundinn/ á þetta að heita alvöru rán?????
Get down, get down
Franch Michelsen úrsmíðameistari í verslun sinni í desember síðastliðnum. Verslunin var rænd í morgun. Eggert Jóhannesson
Það kemur maður inn með skammbyssu og beinir henni beint í andlitið á mér og segir á ensku: Get down, get down (leggstu niður), sagði Franch Michelsen, úrsmíðameistari, en verslun hans við Laugaveg var rænd í morgun.
Ég sat við vinnuborð og var að gera við úr, rétt innan við þil innan við dyrnar. Inni á kaffistofu sat sonur minn að vinna í tölvunni og svo var afgreiðslustúlka að vinna þarna. Við vorum þrjú í búðinni, sagði Franch.
Þau voru nýbúin að opna búðina klukkan 10.00 í morgun þegar ræningjarnir ruddust inn um 15-20 mínútum síðar. Franch sagði það ekkert grín að verða fyrir svona lífsreynslu. Þetta hafi gerst snöggt og ef til vill átti maður sig ekki á þessu fyrr en síðar.
Franch sagðist hafa haldið í fyrstu að þetta væri eitthvað grín, en þegar hann leit upp sá hann að maðurinn var með hulið andlit og sást bara í augun á honum. Þá vissi ég að það var alvara á ferðum því það kom annar á eftir honum. Ég leggst á gólfið og segi starfsfólki mínu að leggjast niður líka og gera allt sem þeir segja, sagði Franch.
Ræningjanum þótti Franch ekki bregðast nógu fljótt við og öskraði aftur á hann að leggjast niður. Skömmu síðar hljóp af skot. Franch sagði að maðurinn hafi alltaf ávarpað hann á ensku, en með hreim. En létu ræningjarnir eins og þeir væru kunnugir staðháttum?
Þeir voru kunnugir. Þeir gengu beint að skápunum sem Rolex-úrin voru í, sagði Franch. Þeir tóku Rolex, Tudor og Michelsen úr. Rolex úrin eru dýrust, Tudor er kallað litli bróðir Rolex og framleiðir Rolex merkið en úrin kosta um helming af því sem Rolex úr kosta. Michelsen úrin voru úti í glugga og voru tekin með.
En höfðu þau orðið vör við að það kæmu njósnarar í búðina fyrir ránið?
Þegar við hugsum til baka þá getum við alveg hugsað okkur það - að það hafi verið hérna einn á laugardaginn og svo einn í vikunni síðustu. En þetta er ekkert sem við vorum að hugsa um þá. Þetta var bara ósköp venjulegur mánudagsmorgunn í morgun, sagði Franch.
Hugsanlegur flóttabíll fundinn
Innlent | mbl.is | 17.10.2011 | 13:12
Bíll, sem stóð í gangi við stöðumæli skammt fyrir ofan skartgripaverslun Michelsen, er hugsanlega talinn tengjast ráni, sem framið var í versluninni í morgun.
morgun.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is var tilkynnt um helgina, að þessum bíl hefði verið stolið.
Bíllinn var við Vegamótastíg aðeins nokkrum tugum metra frá skartgripaversluninni en vegfarandi veitti því athygli um hádegisbil í dag að bíllinn hafði staðið þar lengi og var vélin í gangi. Búið var að setja stöðumælasekt á bílinn.
Vopnað rán var framið í úraverslunnni Michelsen á ellefta tímanum í morgun. Ræningjarnir komust undan og er þeirra nú leitað. Þeir voru vopnaðir byssum og hafa tvær þeirra fundust, en um eftirlíkingar er að ræða. ////manni dettur i hag að þetta eigi að heita alvöru rán?? en það kemur i ljós fyrr en seinna,þetta er svo skrítið á voru landi að það sé raunin,en vinandi er kemst þetta upp og það fljótt,manni hrís hugur við öðru/Halli gamli
Hugsanlegur flóttabíll fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.