Vilja hægri beygju á rauðu ljósi:Það vill maður einnig,og séð þetta gefast vel í Bandaríkjunum!!!

Fjóla Hrund Björnsdóttir.
Vilja hægri beygju á rauðu ljósi Innlent | mbl.is | 11.2.2014 | 15:52 Fjóla Hrund Björnsdóttir. „Ég tel tímabært að taka upp í umferðarlögum að leyfa hægri beygjur á rauðu ljósi í öllum beygjum og yrði það þá á ábyrgð ökumanna að ákveða hvenær mundi henta að beygja til hægri,“ sagði Fjóla Hrund Björnsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.
 
í jómfrúarræðu sinni undir liðnum störf þingsins en hún tók sæti á þing í fyrsta sinn í gær. Benti hún á að æ fleiri þjóðir hefðu ákveðið að heimila hægribeygju á rauðu ljósi þegar tækifæri gæfist og að það hafi reynst vel í þeim löndum.
 
„Ég tel að við Íslendingar ættum að skoða þá hugmynd og taka hana upp á öllum beygjuljósum. Ef það eru gatnamót sem þetta á ekki við um er hægt að setja upp þar til gert skilti.
 
Þann ávinning sem verður af því að bæta hægri beygju í umferðarlögin munum við líklega sjá á umferðarþunganum og þegar lítil umferð er er auðvelt að beygja til hægri án þess að brjóta umferðarreglur.“
 
Haraldur Einarsson, samflokksmaður Fjólu, tók undir með henni. Dæmi um lönd sem leyft hefðu hægri beygju á rauðu ljósi væru Kína, Pólland og Þýskaland þar sem umferðarþungi væri mun meiri en á Íslandi.
 
Benti hann á að á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík væri í raun leyfð hægribeygja á rauðu ljósi á þar til gerðri frárein fram hjá umferðarljósunum.
 
Þess má geta að þrír þingmenn sitja nú á Alþingi sem eru yngri en 26 ára.
 
Auk Fjólu Hrundar og Haraldar er um að ræða Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur en öll eru þau á þingi fyrir Framsóknarflokkinn.//////////////////////Þetta er það sem brennur á fólki yfirleitt að hliðra til fyrir umferðinni,Ég hefi ekið í Bandaríkjunum í mörg ár og ferðast þar mikið til allavega 29 ríkja og svo Kanada ,þetta er ekki spurning að þetta stór flýtir fyrir umferð,og við erum að elta Norðurlönd í þessu,þar er vegakerfið ekki gott T.D. í Noregi mjög slæmt víðast,Danir þó fremri vegna nærveru Þýskalands það sem vegakerfi er til fyrirmyndar,og svo Bandaríkjunum þar eru þessi lög búin að vera frá því að ég byrjaði að keyra þar 1979 og í eða í 34 ár í 5 vikur oftast stundum 2*á ári eða 2 árin 1988 fórum við feðgar og mín frú og keyrðum þá hringferð um USA og 21 ríki lágu og keyrðum alls 11500 mílur eða 18400 km. vorum 24 daga í ferðinni völdum allskonar vegi en mest hraðbrautir,þetta er bara eitt dæmi,alla leiðina gekk þetta vel,sáum ekki slys að árrekstra.svo eru margar ferðin um öll Bandaríkin þessi árin,umferðin til fyrirmyndar///Þetta er bráð nauðsyn að gera og það strax///Halli gamli

mbl.is Vilja hægri beygju á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki nóg að bera saman umferð á Íslandi og í öðrum löndum.

Þar er umferðarmenning. þar sýna ökumenn ábyrgð og eru meira að segja kurteisir.

Hér ekki.

Nei takk.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 17:04

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þar sem þetta hefur verið heimilað hefur það leitt til mikillar fjölgunar á slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum. Rannsókn sem var gerð á sínum tíma í 5 ríkjum Bandaríkjanna sýndu 54% fjölgun slysa á gangangi vegfarendum og 92% fjölgun slysa á hjólreiðamönnum þegar þetta var leyft. Það ber að stöðva bíla við stöðvunarskyldu en það gera það fæstir ef þeir sé sér færi að fara strax yfir. Og það er staðreynd að við slíkar aðstæður eru flestir ökumenn farnir að líta til vinstri áður en þeir taka hægri beygju og fara yfir gangbrautina án þess að horfa fram fyrir sig þegar þeir gera það. Þannig verða fjölmörg slys og þannig hef ég meðal annars lent í árekstri við bíl á gatnamótum með biðskyldu.

Til viðbótar við þetta er hagræði ökumanna af þessu sáralítið og þá helst utan annatíma. Ásæða þess að hagræðið verður nánast ekki neitt á annatíma er sú að um leið og ökumaður sem ætlar ekki að taka hægri beygju kemur að gatnamótunum þá bíður hann þar þangað til græna ljósið kemur og þá skiptir engu máli hversu margir koma á eftir honum sem ætla að taka hægri beygju þeir komast ekki í hægri beygjuna fyrr en hann er farinn. Þess vegna dregur þessi regla nánast ekki neitt úr biðröðum á gatnamótum á annatíma.

En af því ég best veit þá fjölgar þeim borgum í Bandaríkjunum sem eru að setja takmörk við hægri beygjum á rauðu ljósi eða jafnvel banna þær alfarið vegna þeirra slysa sem sú heimild leiðir til.

Til viðbótar við þetta þá leiðir þessi heimild víða til mikils óhagræðis fyrir gangandi og hjólandi umferð. Það er vegna þess að þegar ökumenn eru að bíða eftir færi til að taka hægri beygjuna þá hættir þeim til að færa sig alveg að gatnamótunum og eru þá á gangbrautinni og eru fyrir umferð gangandi og hjólandi sem eru með grænt gangbrarautarljós. Þetta má sjá víða við gatnamót með biðskyldu eða stöðvunarskyldu og það er ekkert sem bendir til þess að því verði öðruvísi farið á ljósastýrðum gatnamótum ef heimiluð verður hægri beygja á rauðu ljósi.

Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ávallt koma neikvæðar umsagnir þegar lagt er fram lagafrumvarp um að heimila hægri beygju á rauðu ljósi á Álþingi. Það væri glapræði að heimila slíkt.

Sigurður M Grétarsson, 11.2.2014 kl. 21:50

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sigurður M.Grétarsson,svon fullyrðigar eru út í hött,ég seigi aftur og það vel,að þetta er mjög góð hugmynnd,traust og kennsla er að breytast eftir að hermerar komu og hefur vantað lengi!!þetta er notað í fluginu í mörg ár,og við eigum öll að vera meðvituð um þetta,í USA er þetta flautað á þig farir þú ekki eftir þessu,lögregla stoppar oft og bendir fólki að fara í hægri beigju!!!svona vantaust er sérÍsenskt eins og með bjórin og vínið í búðir og fl.en eftir einn eyj aki neinn,kveðja

Haraldur Haraldsson, 11.2.2014 kl. 22:28

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvaða fullyrðingar eru rangar hjá mér? Þetta með fjölgun slysa á gangandi og hjólandi vegfarendum er staðreyn sem kom fram í rannsóknum. Þetta með að þetta gagnist lítið á annatíma er líka staðreynd og þarf ekki nema heilbrigða skynsemi til að átta sig á þessu. Þetta með að bílar sem eru að bíða eftir að komast í hægri beygju eru fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum er talsvert vandamál.

Það eru málefnanlegar ástæður fyrir því að nær ekkert ríki Evrópu hefur tekið þetta upp. Það er meðvituð ákvörðun út frá umferðaöryggissjónarmiði en ekki einhver stífni.

Sigurður M Grétarsson, 11.2.2014 kl. 22:51

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sigurður M.sýndu mér þetta skjalfest????????

Haraldur Haraldsson, 11.2.2014 kl. 23:07

6 identicon

Það á alls ekki að leifa hægri beygju á rauðu ljósi. Þótt svo að þetta geti aðeins liðkað fyrir umferð setur þetta gangandi vegfarendur í mikla hættu. Flestir ökumenn virða ekki einu sinni að það er stöðvunarskylda við þessar aðstæður heldur æða áfram í beygjuna horfandi yfir vinstri öxl til að athuga hvort bíll sé að koma og taka ekki eftir gangandi vegfaranda sem sem er að reyna að fara yfir á hægri hönd. Ég hef búið í Kanada í mörg á og hef reynslu af þessu, get ekki talið lengur skiptin sem ég hef verið nærri keyrður niður við að fara yfir götu.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 23:23

7 Smámynd: Magnús Bergsson

Ömurlegt upphaf hjá þessari ungu þingkonu...enda ekki við öðru að búast hjá framsóknarflokknum.

Hvað hvað verður það næst. Hækkun hámarkshraða í 30km hverfum upp í 60km?

Framsóknarmenn hafa nokkrum sinnum áður komið þessa tillögu en hún hefur alltaf verið felld með góðum rökum.

Magnús Bergsson, 12.2.2014 kl. 01:21

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég verð að taka fram að þetta mál er umdeilt mjög,en í gegnum tíðina eru birfreyðar óþekkjanlegar ár frá ári og öryggi þeirra marfaldast,en aftur hefur fólkið því miður farið aftur en ekki fram,með að kunna umferðareglur,Börnin hafa farið í þetta í skólunum og þetta mun koma,og í öðrum ríkjum í Evrópu til dæmis á Spáni er bara keyrt yfir þig hlytur þú ekki reglum,en fyrst mönnum er svona illa við Bandaríkjamenn,er 20 mílur inná plönum verslunar og fl.en 40 mílur í íbúðarhvefum,en 60-80 mílur á hraðbrautum,kennið fólkinu umfeðalögin,og þetta mun minka hratt!!Eg er ekki að undantaka bifreiðstjora einnig að kunna reglur og fara eftir þeim,kveðja

Haraldur Haraldsson, 12.2.2014 kl. 11:49

9 Smámynd: Magnús Bergsson

Það mætti alveg taka það fram að hér á landi eru flest stór gatnamót sérstaklega hönnuð með hægribeygju akreinar án umferðaljósa á kostnað annara vegfarenda, s.s. gangandi og hjólandi. Liklega algert einsdæmi í Evrópu þar sem bílaumferð er látin hafa forgang fram yfir vistvænni samgönguhætti.

Þessi hönnunargalli tefur nú fyrir því að gera öllum samgönguháttum jafn hátt undir höfði.

Magnús Bergsson, 12.2.2014 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1045686

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband