Bjart en kalt á páskadag :Veðurspá er okkur kærkomin um Páska,og yfirleitt!!!


Frétt af mbl.is Bjart en kalt á páskadag Innlent | mbl.is | 14.4.2014 | 7:08 Margir vonast eftir því að geta farið á skíði um páskana.
 
Búist er við stormi, meira en 20 m/s, á miðhálendinu í nótt og á morgun. Útlit er fyrir hæga vinda og bjart og kalt veður á landinu á páskadag.
 
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn: Suðvestan 5-10 m/s og stöku skúrir eða slyddél V-lands, en annars hægviðri og bjart með köflum.
 
Gengur í suðaustan 10-15 með rigningu eftir hádegi, en hægara og úrkomulítið NA-til. Snýst í suðvestan 13-20 með skúrum eða éljum V-til seint í kvöld og nótt, en styttir upp fyrir austan.
 
Hægari suðvestanátt og rigning S-til á morgun, en annars dálitlar skúrir eða slydduél. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast NA-lands, en svalara V-til í nótt.
 
Á þriðjudag: Sunnan 8-13 m/s og rigning S-lands, en síðan vestlægari og skúrir eða él. Þurrt að kalla NA-lands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast NA-til. Kólnar seinni partinn. Á miðvikudag: Vestlæg átt, 8-13 m/s, en N-lægari fyrir norðan. Víða él, en bjartviðri A-lands.
 
Frostlaust S- og V-lands, en annars vægt frost. Á fimmtudag (skírdagur): Gengur í hvassa suðaustan- og sunnanátt með talsverðri rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins.
 
Heldur hægara og úrkomuminna NA-lands. Hlýnar í veðri. Á föstudag (föstudagurinn langi): Suðvestanhvassviðri eða -stormur með skúrum eða éljum, en hægara og bjartviðri NA-til.
 
Dregur úr vindi og éljum með kvöldinu. Hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins. Á laugardag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en bjartviðri A-til. Fremur svalt í veðri.
 
sunnudag (páskadagur): Útlit fyrir hæga vinda og bjart, en kalt veður./////////////////Veður spilar mikið til okkar um Páska og margir á faraldsfæti þessa daga,það   er gott að ferðast ef veður er þokkalegt,og oft gert þó ekki viðri vel,kapp er best með forsjá,það sýndi sig oft er yngri maður var,og fór ávalt Norður og vestur í Strandasýslu,konan mín er þaðan ættuð blessuð,stundum á dögum gamla Gas jeppans rússneska fórum við alkeðjum alla leið,og þetta fór allt vel og börnin kát að komast til Afa og Ömmu í sveitina,þetta er á fullu ennþá hjá okkar fólki,en við gömlu hætt svaðilförum,en í okkur Íslendingum er mikið að ferðast og það gott að hitta sitt fólk þessa bænadaga og Páska!!!!En veðrir stoppar okkur ekki þessa daga//Halli gamli

mbl.is Bjart en kalt á páskadag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1045798

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband