Af hverju ætti læknir að vinna á Íslandi? hvar er læknaeyðurin farin,þetta gætu aðrir einnig sagt!!!

Af hverju ætti læknir að vinna á Íslandi?
Innlent | Morgunblaðið | 17.12.2009 | 10:49

Í heilbrigðiskerfinu er mikill niðurskurður, sem hefur... Eitt lén í Svíþjóð óskaði eftir þrjátíu sérfræðingum í heimilislækningum til starfa. Einnig vantaði 330 lækna á Gautaborgarsvæðinu í haust, í kjölfar breytinga á heilbrigðiskerfinu þar.

Læknar eiga auðveldara en flestir aðrir með að fá störf í útlöndum. Flestir hafa þeir lært erlendis og hafa starfsreynslu þaðan. Víða er einnig mikil eftirspurn eftir læknum, til dæmis á Norðurlöndunum. Í kreppunni eru flestir, samkvæmt samtölum við fjölmarga lækna, farnir að leiða hugann að störfum erlendis. Morgunblaðið greindi nýlega frá þremur sérfræðilæknum sem farnir eru frá landinu og síðan þá hafa fleiri læknar haft samband og sagst vera á förum eða á leið í atvinnuviðtöl erlendis fyrir föst störf.

Tvöfalt til þrefalt hærri laun

Það er ólíku saman að jafna fyrir lækni að starfa hér eða erlendis. Margir fá 15-20% launalækkanir þessi misserin og fá í ofanálag tekjuskattshækkun, þar sem þeir teljast hátekjumenn. Samanburðurinn verður ennþá verri þegar gengishrun krónunnar kemur inn í og ljóst er að tvöfalt til þrefalt hærri laun bjóðast annars staðar.

Svo eru læknar í sömu vandræðum og aðrir Íslendingar, vegna húsnæðisskulda í erlendri mynt. Fyrir suma er þetta því hreinlega spurning um að sleppa frá gjaldþroti.

Fyrirtækið Hvítir sloppar, sem rekur samnefnda vefsíðu, er vinnumiðlun fyrir lækna. Fyrir milligöngu fyrirtækisins hafa tugir íslenskra lækna farið í tímabundin störf erlendis á þessu ári, ekki síst heilsugæslulæknar. Einnig hafa nokkrir fengið fastráðningar erlendis í gegnum fyrirtækið.

Hvítir sloppar er eina íslenska vinnumiðlunin af þessum toga en ekki fara þó allir í gegnum hana. Sumir nota sín eigin tengsl til að fá störf og enn aðrir nota þjónustu erlendra vinnumiðlana. Þann fyrirvara verður þó að gera að læknar geta verið mjög mishreyfanlegir eftir því hvaða sérgrein þeir leggja stund á. Á móti kemur þá að sérgreinar eru mjög misfjölmennar. Til dæmis þyrftu afar fáir hjartaskurðlæknar að flytja úr landi til að slæmt ástand myndi skapast.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir stofnaði Hvíta sloppa sem hálfgert kreppufyrirtæki, fyrst og fremst til að auðvelda læknum að komast í tímabundin störf erlendis, aftur til að auðvelda þeim að vera áfram á Íslandi lungann úr árinu, eins og flestir þeirra vilji.

Mörghundruð stöður í boði

Hann segir eftirspurnina í Skandinavíu hvarvetna gríðarlega mikla. „Í sumar og haust sýndu opinberar tölur eftirspurn eftir sérfræðingum í heimilislækningum í Västra Götaland í Svíþjóð. Þar vantaði 330 sérfræðinga í heimilislækningum,“ segir Guðmundur. Annað lén, svipað Íslandi að fólksfjölda, hafi sent beiðni til hans um heimilislækna sem vantaði til að fylla þrjátíu stöður. „Það er legið á mér um að skaffa lækna hingað og þangað,“ segir Guðmundur Karl. „Eftirsóknin eftir þessum starfskrafti er gríðarleg.“

Ekki náðist í Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra í gær, til að inna hana eftir viðbrögðum við mögulegum atgervisflótta úr læknastétt.

Dettur út kynslóð?

 

Læknar hafa verið um 3,7 á hverja þúsund íbúa hér á landi síðustu árin. Það er svipað og á Norðurlöndunum og vel yfir meðaltali OECD ríkja. Á móti kemur að hér eru fámenn samfélög sem þurfa engu að síður læknisþjónustu og því full þörf fyrir marga lækna miðað við fólksfjölda hér á landi.

Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, segir minna um að læknar á LSH fari út en t.d. úr heilsugæslunni. Nokkur tilvik séu þó komin, jafnvel um fastráðningar og margir séu að hugsa sitt ráð. „Ég býst við að sérstaklega séu þetta yngri sérfræðingar. Sá hópur sem dregur með sér ný viðhorf, þekkingu og reynslu til landsins,“ segir hann. Þetta sé ekki síst fólk undir fimmtugu, veruleg hætta sé á atgervisflótta úr þeim hópi og jafnvel hætta á að ein kynslóð lækna detti út að stórum hluta.///þarna kemur inn stóra spurningin,eru læknar bar að læra læknisfræði til að verða ríkir og eiga enga samvisku að starfa að sínu fagi í Íslandi,hvap með læknaeyðinn og starfið sem slíkt,að lækna fólk er það fyrir bi/þetta mætti segja um svo margar stéttir að það hálfa væri nóg ef á landinu starfa um það bil 1220 læknar og við missum helminginn,hvernig fer það,þetta er ekki það sem við viljum en þetta ber að skoða i víðara samhengi borgar sig þá nokkuð yfirleitt að vera og vinnaa á Íslandi svari hver fyrir sig/Halli gamli 


mbl.is Af hverju ætti læknir að vinna á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Það fylgja því líka gallar að búa í Noregi og Svíþjóð. Þar er annar hver maður í ætt við starfsmenn ríkissaksóknaraembættisins og rosaleg hefð fyrir regludýrkun og þar fram eftir götunum svo ekki er búandi í þessum löndum.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 17.12.2009 kl. 11:27

2 identicon

Hvergi kveður á í læknaeiðnum að læknir skuli halda sig heima hjá sér og lækna bara þá sem eru af sama þjóðerni og hann. Ef að læknir þarfnast peninga til að borga kjánaskuldina sína þá má hann alveg redda því eins og hver annar Íslendingur. Læknum er ekki kvöð að fylgja einhverjum sérreglum sem banna þeim að bjarga eigin skinni og flýja vesældina hér.

Auk þess efast ég um að nokkur nenni að fara í gegnum allt það rugl sem fylgir læknanámi án þess að fá vel borgað fyrir það að lokum. Það þýðir samt ekki að allir læknar séu siðblindir gróðafíklar.

Þórir (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 13:02

3 identicon

Ég ráðlegg þeim sem tala um vesæld hér á landi að flytja í vesældina erlendis í nokkur ár. Ég er nýflutt heim úr vesældinni í evrópu og hef það ansi miklu betra hér. Auðvitað geta þeir sem ekki hafa samanburð vitað að grasið er ekki grænna annarsstaðar. Þvert á móti! Ég er sammála Haraldi með læknaeyðinn og græðgina!

anna (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 14:16

4 identicon

Mánaðarlaun sérfræðings á sjúkrahúsi er 450-500 þúsund og hef ég heyrt að mörgum bregður í brún sem koma erlendis frá að hér bíða langar vaktir, árum saman illa borgaðar sem getur verið erfitt að sleppa frá vegna smæðarinnar hér og fámennis enda eru margar grunngreinar læknisfræðinnar ákaflega illa mannaðar. Grunnlaun aðstoðarlækna eru í raun lægri en hjúkrunarfræðinga og öll réttindi eru geysilega léleg. Íslendingar hafa aldrei þurft að borga neitt fyrir sérnám í læknisfræði og það er á kostnað annara þjóða. Í raun missir þetta fólk sín réttindi á Íslandi þegar það flyst til útlanda og er ótryggt í 1/2 ár þegar það kemur til baka. Núna fara flestir nær strax eftir kandídatsárið til útlanda í sérnám. Annars eru kandítatar og læknanemar verið notaðir sem ódýr vinnukraftur við deildarvinnu á sjúkrahúsum á Íslandi um áraraðir.

Það er nær ómögulegt að fá fólk til að flytja til Íslands og við eigum væntanlega að óbreyttu að sjá gríðarlegan atgerfisflótta meðal ungra sérfræðinga sem í raun hafa ekki efni á að búa á Íslandi. Það verður að muna það að þetta fólk byrjar ekki að þéna fyrr en margir eru komnir nokkuð yfir 30 árin (4 ár menntaskóli, 6 ára háskólanám, 1 kandídatsár og 5-10 ára sérnám erlendis).

Gunnr (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 14:46

5 identicon

Annars er þessi niðurskurður sem í raun verður holskurður á opinbera kerfinu bæði eru þar skuldsett sveitarfélög/bæjarfélög og skuldsettur ríkissjóður sem eiga eftir að sníða velferðarkerfið að efnahag þjóðarinnar með stórlega minnkuðum tekjustofnum og þjóðarköku og gríðarlegri skuldsetningu og lágu krónugengi sem mun væntanlega haldast lágt árum saman jafnvel lækka. Þetta mun þýða 150-200 miljarða samdrátt á fjárlögum sem eru um 580 miljarðar þaraf eru erlendar skuldir 100 miljarðar.

Ég get ekki annað séð en að okkar verðmætasta fólk fari enda algjör vitfyrra að setja sig í skuldafjötra og fátækt, sveiflukennt krónugengi og ætla að fara að fjárfesta í gríðarlega ofmetnu húsnæði sem er úr öllum fasa við rauntekjur fólks. Síðan eigum við eftir að sjá hvernig menntakerfið og heilbrigðiskerfið mun stropast.

Erlend ráðningafyrirtæki svífa yfir landinu til að ná okkar besta fólki.

Já sumir vilja einangra landið og gera þetta að útlagaeyju Þar fara saman mosagrónir sósíalistar og Davíðssinnar úr einangrunararmi Sjálfstæðisflokksins sem vilja vernda kvótagreifanna og kanski gefa þeim kvótann í annað sinn. Þeir saman með græna genginu, klíkuvæddu og einkavinavæddu landið árangurinn er glæsilegur, eða hvað. Fíflalegasta hagstjórn í heimi. Já hver er framtíðarsýnin. Útlagaeyja í viðskiptastríði við Evrópubandalagið sem allir hlægja að. Molbúar fjármálanna. Við hin getum bara farið.

Gunnr (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 15:12

6 identicon

Hvergi mælir læknaeiðurinn svo að læknar megi ekki leita þeirra lífskjara sem þeir telja sig eiga skilið. Dag hvern verður erfiðara fyrir lækni að starfa hér á landi og er ekki hægt að kenna þeim sjálfum um.

 Það er ekki að ástæðulausu að fleiri læknar flýja land með hverjum degi sem líður.

Steini (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 18:44

7 Smámynd: Promotor Fidei

Óttinn við að læknar flytji af landi er stórlega ofmetinn. Það eru þá ekki nema þeir sem eru í verulegum gengislánavandræðum sem helst hefðu ástæðu til að flytja.

Þeir læknar sem ég þekki til eru vel settir, enda hafa þeir notið hárra launa alla sína starfsævi. Þeir hafa það gott í sínum einbýlishúsum, hafa byggt upp sína stofu eða rannsóknir. Þó svo þeir hefðu ekkert á móti hærri launum þá eru aðstæður þessara manna flestra það bærilegar að það svarar ekki fyrirhöfn að flytja úr landi. Við bætist auðvitað að margir kunna vel við sig á skerinu, vilja ekki missa tengslin við ættingja og vini, og hafa börn og unglinga í miðju námi -allt verkar þetta til að dempa verulega spekilekann.

Promotor Fidei, 17.12.2009 kl. 19:52

8 identicon

Djös frekja í þessum læknum. Þeir eiga ekkert skilið betri kjör en aðrir í kreppunni (þ.e. hlutfallslega að sjálfsögðu - er ekki að ætlast til að þeir fari á lágmarkslaun)

Og já, tvöfalt til þrefalt hærri laun; Þannig er það líka hjá verkfræðingum, tæknifræðingum, kennurum, leikskólakennurum, ófaglærðum osfrv.. því gengið er sjúkt!!!

Læknar hafa allavega ennþá stofuvinnuna og fá 7000 kall á korterið þar. Það finnst mér feiki nóg.

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:04

9 identicon

Bara forvitni ! anna 14.16  -  Hvaða land í Evrópu býður upp á meiri vesöld en Ísland ?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:00

10 identicon

@Anna það vantar ekkert ófaglært fólk í öðrum löndum Evrópu og í raun er atvinnuleysi meðal hjúkrunarfræðinga og kennara í mörgum löndum. 

Íslenskt heilbrigðiskerfi gengur á stöðugu innflæði sérmenntaðs fólks, þeas sérfræðilækna erlendis frá ef það fólk hættir að koma til Íslands þá munum við lenda í gríðarlegum erfiðleikum eftir nokkur ár þetta mun geta tekið stökkbreytingum á skömmum tíma. Sérstaklega þegar fólk gefst upp hér. Þetta fólk hefur unnið árum saman erlendis og hefur gott tengslanet og kemur margt þá aftur í vinnu á fyrri vinnustað.  Þetta fólk hefur valið að koma til Ísalands en forsendurnar hafa breyst og fer þá til baka.  Það kemur enginn lengur til Íslands og straumurinn er núna úr landi.  Hef heyrt að það ríki ákveðinn ótti innan ákveðinna sérgreina læknisfræðinnar og vítahringurinn er þegar undirmönnunin kemur verður aukið vaktaálag og yfirvinnu á ekki að borga. Betra jafnvel að fá betri aukavinnu erlendis og vera ekki á svæðinu.  Meiri áhyggjur hef ég að það verði ekki fé til að meðhöndla fólk með dýrri nútíma meðferð.  Tæki og tól og búnaður er allur að úreldast og "góðærið" kom aldrei á sjúkrahúsin.  Enda er Landspítalinn ekkert hátæknistjúkrahús þetta enda með lélegri tækjabúnað en lítið sveitasjúkrahús og nútíma lyfjameðferð þar sem ekki finnast nein ódýr samheitalyf heldur er hinn möguleikinn að sleppa því að meðhöndla já MS, liðagikt, krabbamein gefa gömul og úrelt lyf.  Á næstu árum bitnar ellibylgjan á Íslandi en meðalaldur hér er lægri en nágrannalöndunum, það að halda þjónustistigi óbreyttu þýðir því í raun minnkaða þjónustu.

Gunnr (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband